Kongeligt

Standard

I dag er sondag og om sondagen snakker vi kun dansk. Það var ákveðið að koma með danskan föstudagsfróðleik á sunnudegi, sem verður svo sérstaklega viðeigandi eftir fréttir dagsins. Í dag var dóttur Jóakims danaprins og Maríu prinsessu nefnilega gefið nafn. Í Danmörku eins og á Íslandi er það regla að börn verða að hafa fengið nafn innan þriggja (eða sex) mánaða frá fæðingu. Íslendingarnir leysa þessi tímamörk með ítrekunum frá Hagstofunni, en Danirnir hafa allt annað og betra ráð til að ýta á eftir nafngift.

Í Danmörku er það einfaldlega þannig að ef barn hefur ekki fengið nafn innan gefinna tímamarka þá er þeim sjálfkrafa gefið nafnið Frederik eða Margareth.

Við Íslendingar gætum auðvitað tekið upp sambærilegt kerfi. En þar sem Dorrit er ekki hefðbundið íslenskt nafn þá myndum við leysa þetta með því að börn fengju sjálfkrafa nöfnin Jóhanna og Steingrímur. Nei ég segi bara svona….

3 Comments

  1. Sunnudagsfróðleikur frá Stokkhólmi: Í Svíþjóð fá börn sem ekki er gefið nafn innan þriggja mánaða sjálfkrafa nafnið sem var vinsælast á síðasta ári. Í ár sitja börn latra foreldra því uppi með að heita Alice og William.

  2. Mér finnst Svíarnir leysa þetta þó nokkuð betur en Danirnir.

    Á íslandi myndi þetta reyndar þýða að annað hvert barn héti Bjartur Blær og Aníta Dís eða eitthvað álíka krúttlegt.

Leave a Reply