Skoðanakannanir

Standard

Þessa dagana birtast vikulegar niðurstöður úr skoðanakönnunum á fylgi forsetaframbjóðandanna. Enda ekki skrítið, það eru ekki nema 25 dagar í kosningar.

En niðurstaðan úr óformlegri skoðanakönnun sem ég hef framkvæmt síðustu daga bendir eindregið til þess að ef fólk fær tvo valmöguleika. Annars vegar að finna óvænt þúsund kall í rassvasanum á gallabuxum sem hafa ekki verið notaðar lengi eða þá að vakna um miðja nótt og sjá að þú getur hæglega sofnað aftur og sofið í góða 4-5 tíma í viðbót, að þá velur fólk alltaf að fá að vakna um miðja nótt. Merkilegt nokk.

One Comment

Leave a Reply