Föstudagsfróðleikur – Sólarsamba

Standard

Um liðna helgi var algjör bongóblíða í Reykjavík. Sundlaugar og ísbúðir troðfullar af fólki og það að reyna að finna hamborgarabrauð og gas á grillið á sunnudeginum var gjörsamlega ómögulegt!

En vissuð þið að orðið bongóblíða kom fyrst fyrir í laginu Sólarsamba frá árinu 1988 og er því nýyrði eftir þá Magnús Kjartansson og Halldór Gunnarsson. Þess má til gamans geta að Magrét Gauja dóttir Magnúsar er litla stelpan sem syngur með honum í laginu.

Ég hef lesið þó nokkur viðtöl við Margréti þar sem hún talar um þá erfiðu lífsreynslu sem fylgdi því að vera Magga sólarsamba. Ég veit samt fyrir víst að þetta viðurnefni var sett fram af gríðarlegri virðingu og öfund, alla veganna af þeim sem voru yngri en hún. En allt er gott sem endar vel, því í fyrra las ég viðtal við Margéti Gauju þar sem hún lýsti raunum sínum út af Sólarsamba, en jafnframt að hún hefði nýlega samið frið við lagið og tekið það eftirminnilega í utanlandsferð, syngjandi í sleif.

Myndin hér að ofan er síðan þau feðginin tóku lagið saman á afmælistónleikum Magnús Kjartanssonar síðastliðinn vetur. En við skulum samt enda þetta á orginalnum. Og af gefnu tilefni vil ég taka það fram að ég tek enga ábyrgð á því að þetta lag taki sér varanlega bólfestu í hausnum á ykkur ;) Ég vek svo sérstaka athygli á því á 22 sekúndu þegar Maggi Kjartans kemst ekki inn á sviðið af því að hljómborðsgítarinn (kítarinn) varnar honum inngöngu. Nokkrum sekúndum síðar hljómar svo orðið bongóblíða í fyrsta skiptið á Íslandi.

Leave a Reply