Föstudagsfróðeikur – Með allt á hreinu

Standard

Sunnudagsbíómyndin á Rúv fyrir viku var Stuðmannamyndin Með allt á hreinu. Enn þann dag í dag eru heilu saumaklúbbarnir sem tjá sig varla öðruvísi en að vitna í Stellu í Orlofí eða Með allt á hreinu. Lásin er inn út, inn inn út. Út með gæruna.

<BR>Stella í orlofi.

Með allt á hreinu segir meðal annars frá samskiptum þeirra Hörpu Sjöfn Hermundardóttur (leikin af Röggu Gísla) og Kristins Stuðs Styrkársson Proppe (leikin af Agli Helga). Þau eru par í upphafi myndarinnar og bæði meðlimir í hljómsveitinni Stuðmenn, en eftir að ástin kólnar yfirgefur Harpa Sjöfn hljómsveitina og stofnar stelpubandið Grýlurnar.

Stuðmenn eru búnir að skipuleggja tónleikaferðalag um Ísland en komast að því þegar þeir leggja í hann að Harpa Sjöfn og Grýlurnar líta svo á að þau eigi allt eins sama rétt að mæta á bókaða tónleika, þar sem Harpa Sjöfn hafi jú verið í hljómsveitinni.

Stuðmenn taka því vægast sagt illa þegar Grýlurnar á sinni hljómsveitarrútu taka fram úr rútu Stuðmanna. Þeir heita því að ef Dúddi nái að komast fram úr þeim og skila hljómsveitinni á réttan stað á undan Grýlunum þá fái hann hattinn hans Kris Kristofferson (sem internetið virðist ekki kannast við að hafi nokkru sinni gengið með hatt.)

Á þessum tímapunkti ákveða Stuðmenn að það verði sko engar kellingar í þessari ferð. Bara þeir strákarnir. Valgeir Guðjónsson bætir um betur og segir að það verði sko enginn helvítis rúta. Það verði langferðabíll. Og af hverju skyldi hann hafa sagt þetta? Jú, af því að orðið rúta er kvenkyns á meðan langferðabíll er karlkyns.

One Comment

  1. “… Hörpu Sjöfn Hermundardóttur (leikin af Röggu Gísla) og Kristins Stuðs Styrkársson Proppe (leikin af Agli Helga). ”

    Er þetta ekki það sem unglingarnir kalla FAIL !

Leave a Reply