Vísir.is birti þessa fínu mynd af ríkisstjórn Íslands á ríkisráðsfundi í gær. Það verður seint sagt að gleðin skíni úr augunum á ráðherrunum okkar. En það má nú samt hafa gaman af henni.
Hér eru þrjár mis gáfulegar tilraunir til spaugs.
Nr. 1
Stemningin á ríkisráðsfundinum í gær var svo heimilisleg að Guðbjartur Hannesson velferðaráðherra var fenginn til þess að taka myndina.
Nr. 2
Það var rosalega gaman á ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í gær og mikið hlegið. Það er að segja alveg þangað til forsetinn ákvað að koma ríkisstjórninni á óvart og gefa öllum Mogga iPad. Þá fóru allir í fýlu.
Nr. 3 (Þessi hljómar eiginlega betur á ensku)
Framkvæmd fjölskyldustefnu ríkisstjórnarinnar hefur gengið vonum framar. Í gær var til dæmis “take your daughter to work day”.
Á myndina vantar Guðbjart Hannesson velferðarráðherra og Katrínu Jakobsdóttir menntamálaráðherra.
Er þetta tvífari Katrínar Jakobsdóttur á milli Steingríms og Ögmundar?