Gleðibankinn

Standard

Á fimmtudaginn fyrir viku síðan hringdi síminn og á hinni línunni var fulltrúi frá markaðsdeils bankans.  Erindið var að biðja mig um að skrifa pistil í innanhússnepil sem sendur var út í tengslum við starfsdag bankans. Gefin voru hin hóflegu tímamörk sólarhringur til þess að skila.

Þú getur til dæmis skrifað um liðsheildina var ein af hugmyndunum sem markaðsdeildin velti upp.

Eftir klukkutíma umhugsun hafði ég aftur samband og sagðist myndi gera þetta. En að ég myndi ekki skrifa um liðsheild, heldur 30 ára afmæli Eurovision á Íslandi og þá staðreynd að það sé tímasetningin sem við ákveðum að hætta að nota tékkhefti. Hér er pistillinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tíminn líður hratt á gervihnattaröld. Og í vor þegar þrjátíu ár eru liðin frá því að fyrsta íslenska Eurovision lagið hljómaði, þá er víst kominn tími til að leggja frá sér tékkheftið.

Ertu stundum hugsandi yfir öllum gulu miðunum var sungið og ég ímynda mér Eika Hauks að hengja enn einn gulan post it miða upp á spegil hjá sér. Þessi á að minna hann á tíma hjá tannlækni í næstu viku.

Þrjátíu árum síðar kemst ég óvænt að sannleikanum, án þess að hafa þó verið að leita hans. Mér líður svipað og þegar ég horfði aftur á Forrest Gump og skyldi þá loksins af hverju Forrest þurfti ekki lengur af hafa áhyggjur af peningum af því að lt Dan hafði keypt hlut í einhverju eplafyrirtæki. Hvernig átti ég eiginlega að vita að gulu miðarnir væru FIT miðar?

Ekkert frekar en unglingurinn sem afgreiddi mig í bakaríinu á Ísafirði vissi ekki hvað súperdós var (ha, súpu dós?) Guð minn góður Guð finnur góður, það er þá komið að því.

,,Þegar ég var á þínum aldri…“ hlustaði ég á sjálfan mig segja við unglinginn í bakaríinu og fór út úr líkamanum og horfði á sjálfan mig úr fjarlægð segja þessi orð í fyrsta skiptið. Ég vissi ekki hvað gulu miðarnir voru og hann ekki hvað súperdós er. Þetta er allt partur af Circle of life. NAAAAA ZVEGNAAAAAAA!!

Þú tekur kannski of mikið út úr Gleðibankanum. Það fylgist nefnilega ekkert alltaf að. Að eiga nóg af blöðum eftir í tékkheftinu og pening inn á bókinni. Í gamla tékkaheiminum var víst talað um að gúmma stórt. Það þýddi að ef menn ætluðu á annað borð að fara yfir á reikningnum, þá væri allt eins gott að gera það bara almennilega. Guli miðinn var alltaf sá sami.

Það tók undirritaðan þrjár heimsóknir í útibú til þess að fá tékkhefti. Fyrst endaði ég hjá sumarstarfsmanni sem benti á að ég gæti ekkert bara skrifað pening?!? Í næstu heimsókn bauðst ég góðfúslega til þess að koma bara síðar. Röðin á eftir mér var orðin ískyggilega löng og þrír starfsmenn fundu ekki eyðublaðið sem var líklega heima hjá Sigurjóni Gunnarssyni. En í dag er ég í fyrsta skiptið á ævinni stoltur eigandi tékkheftis úr útibúi 130 Hamraborg. Og geri samviskusamlega upp allar mínar skuldir með tvístrikaðri ávísun.

Til hamingju með afmælið Sigrún María. Ekki eyða þessu öllu í vitleysu.

Þú skalt syngja lítið lag um lífsgleðina sjálfa í brjósti þér. Nú líður að páskum og ég er á leiðinni vestur. Unglingurinn í bakaríinu á svei mér þá von á góðu. Þegar ég bið um eina súpu dós og borga fyrir hana með pening sem ég skrifa sjálfur!

Ágæta markaðsdeild, ég veit ekki alveg með þennan pistil. Gætuð þið geymt hann fram yfir mánaðarmót?

Leave a Reply