Hvar varst þú þegar….

Standard

Flestir muna eflaust eftir því hvar þeir voru þegar þeir heyrðu að flugvélum hefði verið flogið á tvíburaturnana. Ég var staddur í Versló, þegar samnemandi minn kom hlaupandi og tilkynnti okkur hvað hefði gerst. Við þurstum öll niður í nemendakjallara og fylgdumst með atburðarásinni á 28 tommu túbusjónvarpi. Bein útsending á Rúv, sem hafði fengið leyfi til þess að birta upptökur frá CNN.

En eftir því sem tækninni fleytir fram þá breytist sendiboðinn, verður ómerkilegri og í fyrradag gerðist hið óumflýjanlega. Þegar ég vissi fyrst af ráðherraskipan Sjálfstæðisflokksins í gegnum  snapchat (#guffiguffi).

Screenshot_20170111-095027

Þessi myndatexti á hins vegar erindi við okkur öll. Það á enginn aldrei að stilla sér svona upp. Þetta lærði ég á Hrafnistu, þar sem má með sanni segja að ungur nemur gamall temur.

Nei, tími dramatískra innkoma og ,,við rjúfum dagskrá….” er líklega liðinn. Í dag hlustum við á samferðafólk okkar endursegja fréttir sem við höfum löngu heyrt og löngu lesið.  Reynum að virka áhugasöm, eins og útvarpsmaður sem hlustar á fréttamann fara yfir helstu fréttir dagsins, en hefur heyrt þetta á hálftíma fresti alla vaktina. Ætli þessi tíst kenning Bergsteins Sigurðssonar nái ekki ágætlega utan um þetta.

tíst

Þessi sítenging hefur gert það að verkum að við vitum alveg rosalega lítið um alveg rosalega mikið og allt saman í rauntíma. Að kafa dýpra krefst þess að við höldum stafrænt í okkur andanum lengur en flest okkar virðumst hafa þolinmæði til. Þetta auðvelda aðgengi að stöðugu upplýsingaflóði hefur samt auðvitað sínar jákvæðar hliðar.  En það getur líka þýtt þetta.

image001 (2)

Sem skilur eftir eina spurningu ósvarað; hvar varst þú þegar þú last þetta?

Leave a Reply