Sambýlið

Standard

Frakkinn sem vinnur með mér kom hlæjandi út af fundi um daginn. Málið er að ég tók hana með í kosninga/ evróvisjón partý í vor þar sem hún kynntist meðal annars “The six year old” sem hún tók þvílíku ástfóstri við (platónsk ást hins vegar). Þar kynntist hún líka öðrum á sambýlinu, þeim Gumma og Hlyna.

Hlyni vinnur svo í bánkanum og sambýlið er baserað niðri í bæ þar sem hún býr svo sjálf. Hún er þess vegna alltaf að sjá Hlyna og Gumma hér og þar tillengdar og oftar en ekki saman eða með Johnny Glacier, þriðja ábúandanum.

Það var því ekkert skrítið að hún héldi að þarna væru á ferðinni samkynhneigt par þó hún skildi ekki alveg hver ætti í sambandi við hvern. Á áðurnefndum fundi var hún svo að ræða um kærastana á Gleðigötunni við fólk sem þekkti til aðstæðna á L82 (L for Love), sem sá ástæðu til að leiðrétta þennan leiða skilmising.

Knús og kruðerí kvöldin þeirra hjálpa svo ekkert til við að losa þá við þessa mýtu.

Hver er með hverjum ? 

Og af hverju er Gummi nákvæmlega eins á báðum myndunum. Fraus hann í þessum svip og stöðu.  

6 Comments

  1. Já Guðfinnur, þú veist vel afhverju ég er eins á báðum myndum. Þetta er myndavélasvipurinn minn.

    svipur sem þú þekkir vel enda herbergið þitt veggfóðrað af myndum af mér.

  2. Ef maður ætti að ímynda sér þá myndi ég segja að gummi og jói væru parið, hlyni virðist ekkert líða sérstaklega vel þarna

Leave a Reply